Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna
SKÖPUN - VITUND - SAMVINNA
Námskeið fyrir starfsfólk sem tekur á móti nýju fólki á vinnustað og þjálfar það. Námskeiðið er þróað með það í huga að hægt sé að þjálfa nýtt starfsfólk í aðferðum, þjónustu og framkomu í því umhverfi sem unnið er innan.
Starfsmaður sem klárar námskeið fyrir starfsþjálfa mun búa yfir hæfni til þess að skipuleggja
starfsþjálfun fyrir nýtt starfsfólk út frá því verklagi og þeirri þjónustu sem fyrirtækið leggur áherslu á
og getur metið árangur slíkrar þjálfunar.
Á námskeiðinu upplifa þátttakendur mismunandi kennsluaðferðir og kynnast mikilvægi skapandi
aðferða í námi og kennslu.
Farið er í gegnum leiðtogahlutverk starfsþjálfans og hvernig hægt er að hvetja starfsfólk til þátttöku og ábyrgðar í sinni vinnu með sérstakri áherslu á skapandi hugsun.
Samhliða fræðslunni fá þátttakendur tækifæri til þess að skipuleggja og framkvæma þjálfun á
vinnustað þar sem aðferðir og hugmyndir af námskeiðinu eru notaðar. Þetta fyrirkomulag styrkir
verðandi starfsþjálfa í sjálfstæðum vinnubrögðum undir handleiðslu.
Skipulag námskeiðsins er í samvinnu við vinnustaðinn og þarfir hans.
Lengd fer eftir innihaldi og þörfum.
Unnið með tölvur og í höndunum.
Fjöldi í hóp 5 +
Hægt að aðlaga.
Kennt er á vinnustað eða í húsnæði á okkar vegum.
Hægt að skipuleggja alfarið á netinu.