top of page
Skapandi vinnustofa

SKÖPUN - VITUND - SAMVINNA

Vinnustofan er innra ferðalag að sköpunargleðinni og eflir hugrekki til að leiða skapandi verkefni á vinnustað.

Vinnustofan er tilvalin til að bæta samskipti, efla traust og trúna á sjálfan sig og góð sem hópefli.

 

Umhverfi vinnustofunnar er lifandi og hannað til þess að koma fólki í flæði, tengjast innsæinu og efla skynjun, meðal annars með því að mála með bundið fyrir augun.

Í vinnustofunni er farið í gegnum streitulosandi æfingar og hlustað eftir innsæinu.

Skipulag vinnustofunnar er í samvinnu við vinnustaðinn og þarfir hans.

Lengd 2 - 4 tímar.  

Unnið með hjarta hug og hönd.

Fjöldi í hóp 5 - 20

Hægt að aðlaga.

Kennt er á vinnustað eða í húsnæði á okkar vegum.

Hægt að skipuleggja alfarið á netinu.

Ef þú vilt eitthvað skemmtilegt og öðruvísi fyrir þitt fólk þá hafðu samband við okkur signy@creatrix.is
bottom of page