Skapandi vinnustofa
Námskeið fyrir alla sem vilja komast nær sköpunarkraftinum
Vinnustofan er innra ferðalag að sköpunargleðinni og eflir hugrekki til að leiða skapandi verkefni á vinnustað.
Vinnustofan er tilvalin til að bæta samskipti, efla traust og trúna á sjálfan sig og góð sem hópefli.
Umhverfi vinnustofunnar er lifandi og hannað til þess að koma fólki í flæði, tengjast innsæinu og efla skynjun, meðal annars með því að mála með bundið fyrir augun.
Í vinnustofunni er farið í gegnum streitulosandi æfingar og hlustað eftir innsæinu.
Hámarksfjöldi í hverri vinnustofu er 20 við getum tekið á móti fleirum með því að flétta saman fleiri vinnustofur og skipta út hópum í hverri vinnustofu.
Skipulag vinnustofunnar er í samvinnu við vinnustaðinn og þarfir hans.
Leiðbeinandi í vinnustofunni er listakonan Michelle Bird en vinnustofan er samstarf í gegnum "Courage and Creativity á Íslandi" https://www.couragecreativityiceland.com/
Endilega hafðu samband og við búum til eitthvað alveg einstakt fyrir þig og þína.
signy@creatrix.is