top of page
Writer's pictureSigný Óskarsdóttir

Sýndarheimar og raunheimar

Skilin milli raunheima og þrívíddar-sýndarheima virðast verða óljósari með hverju árinu sem líður. Fyrir suma einstaklinga er ekki lengur um að ræða draumkenndan sýndarheim heldur raunheim sem hægt er að „logga“ sig út úr til þess að hvíla sig og nærast. Margar spurningar vakna þegar hegðun og virkni einstaklinga í sýndarheimum er skoðuð og er nánast hægt að færa allar spurningar sem við höfum spurt okkur hingað til í raunheimum inn í sýndarheima og spyrja þeirra þar, máta kenningar okkar úr öllum greinum félagsvísinda inn í sýndarsamfélög og rými. Við ættum að reyna að svara spurningum um lýðræði, siðfræði, tengslamyndun, nám, sálfræði, frávikshegðun, stjórnun, framleiðni og áfram mætti lengi telja. Það eru til heimar sem við sjáum ekki nema skrá okkur inn og taka þátt. Þeir heimar eru fyrir marga ótrúlega raunverulegir og þar fara fram viðskipti og félagsleg samskipti af öllum toga sem sannarlega er verðugt rannsóknarefni.

MUVE eða multi user virtual environment er sýndarveruleiki þar sem margir nemendur geta tekið þátt í gagnvirkum samskiptum. Sýndarveruleikinn bíður upp á marga möguleika varðandi gagnvirk samskipti í rauntíma. Hægt er að nota texta eða hljóð til þess að skiptast á upplýsingum og leysa verkefni í samvinnu við aðra sem gætu verið staðsettir hvar sem er í heiminum.


Fyrirtæki, stofnanir, samtök, einstaklingar og skólar nýta sér sýndarveruleika til þess að miðla efni, halda fundi og ráðstefnur eða til þess að búa til skólaumvherfi fyrir fjarnema og staðnema. Þarna er hægt að tala saman á hljóðrásum og skriflega. Sýna glærur, spila myndbönd, tónlist og áfram má telja.



Sýndarsjálf í þrívíddarheimum

Sýndarsjálf í MUVE og öðrum leikjakerfum eru kölluð AVATARAR- Orðið avatar kemur úr sanskrít og það er hægt nota íslenska orðið holdgerfingur til þess að ná merkingunni. Ég kýs að nota orðið sýndarsjálf en mun tala um AVATAra hér.

Avatarar gegna því hlutverki að vera sýndarsjálf fyrir þátttakendur inni í því sýndarumhverfi sem notað er.


31 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page